Fara í efni

Dagskrá um Einar Jónsson, myndhöggvara, í Hrepphólakirkju

150 ára fæðingarafmæli Einars Jónssonar
Sunnudaginn 12. maí

Dagskráin hefst kl. 14:00 í Hrepphólakirkju.

  • Sigurður Jónsson, Ásgerði, rifjar upp kynni sín af Einari sem nágranni hans hér Hrunamannahreppi. 
  • Pétur Ármannsson, arkitekt, fjallar um áhrif Einars á íslenska byggingarlist.
  • Sigurður Trausti Traustason, stjórnarformaður Listasafns Einars Jónssonar, fjallar um listamanninn og verk hans.
  • Leiði listamannsins í Hrepphópakirkjugarði verður síðan vitjað áður en haldið er til Flúða þar sem skilti um listamanninn verður afhjúpað og kaffiveitingar verða í boði fyrir þá sem það vilja þiggja í lokin.

Dagskrárlok um kl. 16:00.

Allir hjartanlega velkomnir og takið endilega með ykkur gesti.

PS.
Einar er fæddur 11. maí en vegna mikillar dagskrár í Listasafni Einars Jónssonar þann dag var ákveðið að hér myndum við halda upp á daginn þann 12. maí.
Það er reyndar ágætlega við hæfi þar sem fæðing hans er skráð þann 12. maí í kirkjubók Hrepphólasóknar þrátt fyrir að foreldrar hans hafi ávallt sagt hann fæddan þann 11. maí.